KFS tók á móti Vængjum Júpíters í dag á Hásteinsvelli í lokaumferð 3. deildarinnar. Boðið var uppá mikla markaveislu og endaði leikurinn með eins marks tapi KFS 6-7. KFS lýkur því leik í 6. sæti með 32 stig.
KFS hélt því lokahóf sitt nú í kvöld. Þar voru verðlaunaðir þeir sem þóttu standa sig best í sumar. Má sjá þá á myndinni hér að ofan.
Frá vinstri
Kristófer Heimisson mestu framfarir
Ólafur Haukur Arilíusarson efnilegastur
Hallgrímur Þórðarson bestur
Ásgeir Elíasson markahæstur