- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Hallgrímur Steinsson, Skákmeistari Vestmannaeyja 2022. 

Skákþingi Vestmannaeyja  2022  sem hófst 31. mars  lauk  8. maí  í skákheimili Taflfélags  Vestmannaeyja að  Heiðarveg 9.  Keppendur á mótinu voru 10 talsins á öllum aldri og var 65 ára aldursmunur á yngsta  og elstu keppendum. Þetta sýnir að skákin spyr ekki um aldur þeirra sem tefla og taka þátt í skákmótum.   Tefldar voru níu umferðir á skákþinginu, umhugsunartími á skák var 90 mín. á skák á hvorn  keppanda + 30 sek. á  leik.

Fljótlega varð  ljóst að keppnin um efsta sætið stóð á milli Sigurjóns Þorkelssonar, skákmeistara Vm. 2021 og  til margra ára og Hallgríms Steinssonar, en Halli  varð skákmeistari Vm. 2019.  Þeir mættust í síðustu skák mótsins sem tefld í gærkvöldi.  Fyrir skákina  var Hallgrímur  kominn með fullt hús, 8 vinninga  og Sigurjón með 7,5 vinning.  Skákinni lauk með jafntefli eftir snarpa viðureign og varð því Hallgrímur Steinsson,  Skákmeistari Vestmannaeyja 2022 með 8,5 vinninga.   Sigurjón Þorkelsson varð í 2. sæti með 8 vinninga  og síðan komu   jafnir í 3.-5 sæti,  sá yngsti  og elstu keppendur á mótinu,  þeir Þórarinn Ingi Ólafsson, Sæþór Ingi Sæmundarson og Arnar Sigurmundsson allir með 5 vinninga.  Í 6. sæti Guðgeir Jónsson með 4,5 vinning og í sjöunda sæti Stefán Gíslason með 4 vinninga.   Mótsstjóri var Sæmundur Einarsson  og var öll framkvæmd mótsins  til fyrirmyndar.   Skákkennslu ungmenna í GRV í skákheimili TV á vorönn 2022  er langt komin og lýkur í næstu viku  enda komið sumar.

AS.

 

Á myndinni má sjá Hallgrím Steinsson, með bikarinn á lofti,  Sigurjón Þorkelsson  við hlið hans  varð  í öðru sæti.  Í baksýn er málverk af Helga Ólafssyni stórmeistara,  en hann hefur náð lengst í skákinni af öllum  Eyjamönnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is