Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi

Spurt & Svarað með Höllu Hrund

Fjölskyldan:

Ég er gift Kristjáni Frey og saman eigum við tvær dætur, Hildi Kristínu og Sögu Friðgerði. Það er líf og fjör í hversdagslífinu, stelpurnar eru á fullu í tómstundum og sem betur fer létta ömmur og afar oft undir með okkur foreldrunum. 

Hverjir eru helstu kostir þínir og gallar?

Ég er drífandi, lífsglöð og ákveðin ef á þarf að halda. Gallar? Það er langur listi og spurning hvort við ættum að telja þá alla upp. 

Einhver sturluð staðreynd?

Ég vann hæfileikakeppnina í Kvennaskólanum í Reykjavík á sínum tíma með uppistandi sem meðal annars fól í sér að leika ýmis dýr. Kvennaskólaárin í heild voru auðvitað frábær tími og vöktu áhuga minn á kennslu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur með hvítlauk, sveppasósu að hætti mömmu, fersku grænmeti og stökkum kartöflum um helgar. Á virkum dögum heillar ferskt pasta með hvítlauk, tómötum og mikilli ólífuolíu mest. 

Hunda eða kattarmanneskja?

Ég hef átt hvoru tveggja en hundarnir hafa vinninginn. Ég get ekki beðið eftir því að fá mér íslenskan fjárhund en ég fæ einn í pössun af og til sem stelpurnar mínar elska. 

Hvaða hreyfingu stundar þú?

Ég elska almenna útivist svo sem fjallgöngur, skíði og hestamennsku, já og svo finnst mér ómissandi að komast á dansgólfið af og til. 

Hefurðu komið til Vestmannaeyja?

Já, að sjálfsögðu. Ég á líka svo margar góðar sögur úr Eyjum enda hef ég mætt svo mörgum sinnum á Þjóðhátíð, goslokahátÍð og farið í brúðkaup góðra vina. Það stendur svo upp úr að hafa kynnst eiginmanninum í einni þessara heimsókna í Eyjum. 

Hver er ástríðan þín og eldmóður – hvað drífur þig áfram?

Ísland. 

Ertu sparsöm eða eyðslukló?

Það fer eftir því hvern þú spyrð. Almennt reyni ég þó að fara vel með peninga. 

Hverju ertu stoltust af varðandi vinnuferilinn?

Ég er stoltust af því að hafa unnið með frábæru fólki að stofnun Arctic Initiative hjá Harvard Kennedy School sem vinnur að málefnum Norðurslóða á ýmsum sviðum, svo sem málefna hafsins, þróun auðlinda, öryggismál og fleira sem varðar hagsmuni Íslands. Ég er líka mjög stolt af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir námskeið sem ég hef kennt við Harvard eftir að nemendur gáfu því hæstu einkunn í kennslumati við skólann. Já, og svo er ég líka þakklát fyrir að hafa verið fyrsta konan til að gegna embætti orkumálastjóra enda jafnréttismál mér hugleikin. 

Af hverju á fólk að kjósa þig?

Fyrir framtíðina. Ég brenn fyrir Ísland og vil virkja alla Íslendinga til að magna tækifærin okkar, svo sem á sviði nýsköpunar, menningar, lista og matvælaframleiðslu, til sjávar og sveita, á alþjóðavettvangi. Sem forseti mun ég nýta rödd mína til að efla skilning landsmanna á ólíkum þörfum byggða landsins því framtíð okkar og styrkleikar eru um allt land. Ég vil tala fyrir þeim gildum sem helst einkenna íslenskt samfélag, svo sem samheldni og þátttöku. Og Eyjamenn eru svo sannarlega frábært dæmi um samfélag hefur þessi fallegu gildi í heiðri.   

Getur þú lýst þér í þremur orðum?

Kraftmikil/lífsglöð/ábyrg.

Uppáhaldstónlist?/bíómynd?

Flottur jakki með Ragga Bjarna geggjaður slagari á dansgólfinu og uppáhalds bíómyndin er alltaf Love actually um jólin. 

Bíó eða leikhús?

Mér þykir vænt um hvort tveggja, en ég hef sérstaka ánægju af því að fara í leikhús, það er svo mikil upplifun að sjá fólk skapa eitthvað saman á sviði sem það hefur lengi unnið saman að. 

Helsta áhugamál?

Að vera með fjölskyldunni minni og læra eitthvað nýtt. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search