Hálfur álfur sýnd í Eyjabíó kl. 17:00 í dag

Eyjamærin Hlín Ólafsdóttir (dóttir Stellu Skapta og Óla El) er tónskáld og framleiðandi heimildamyndarinnar Hálfur Álfur sem verður sýnd hér í Eyjabíó í dag kl. 17:00 Hlín og  Jón Bjarki leikstjóri myndarinnar hafa verið í Eyjum síðustu mánuði og tekið á því á makrílvertíð og eru þau mjög spennt fyrir að sýna myndina á heimaslóð.
HÁLFUR ÁLFUR fjallar í stuttu máli um vitavörðinn Trausta sem tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmælið eða eigin jarðarför, hvort sem kemur á undan. Á sama tíma hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Þegar hann brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum. Í Hálfum Álfi er lífinu fagnað, þrátt fyrir þann veruleika sem bíður okkar allra. Leikstjórinn, Jón Bjarki Magnusson fylgdi afa sínum og ömmu, þeim Trausta Breiðfjörð Magnússyni og Huldu Jónsdóttur, eftir síðustu ævidagana svo úr varð hans fyrsta heimildamynd í fullri lengd.
Aðeins um myndina:
Hálfur Álfur hlaut dómnefndarverðlaun Skjalborgarhátíðar sem haldin var í Bíó Paradís síðastliðið haust og er tilnefnd til Edduverðlauna sem heimildamynd ársins auk þess sem hún hefur verið sýnd á ýmsum kvikmyndahátíðum í Evrópu þar sem hún hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna.Myndin hefur fengið lofsamlega dóma hér á landi, en hún fékk fjórar stjörnur í Morgunblaðinu, en þar sagði gagnrýnandinn Gunnar Ragnarsson m.a. þetta um myndina: „Hálfur Álfur er skemmtileg og falleg mynd sem er merkilegur vitnisburður um fólk og kynslóðina sem það tilheyrir. Hún lýsir hversdagsleika þess en leyfir sér líka að vera ekki of jarðbundin. Gjörningur verksins er persónulegur, og sýnir fram á gildi þess að skapa list þvert á kynslóðir.

Myndin fékk einnig fjórar stjörnur frá Fréttablaðinu, þar sem gagnrýnandinn Þórarinn Þórarinsson sagði m.a.: „Óðurinn sem gömlu hjónin Trausti og Hulda syngja og kveða lífinu í Hálfur álfur er svo einstakur að hann kemur við innsta kjarna hins sammannlega. Vekur trega og gleði á víxl í einföldu en umleið margræðu listaverki sem er eitthvað annað og miklu meira en heimildarmynd í nokkrum hefðbundnum skilningi.“ Þá skrifaði Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi dóm um myndina þar sem hann fer afar fögrum orðum um verkið og segir það m.a. einstaklega fallegt og beinlínis grípandi á köflum.

Frábær. Þetta er sjónræn mannfræði af bestu sort,“ Gísli Pálsson mannfræðingur
Myndin sterk og heilsteypt saga, einlæg og tilgerðarlaus frásögn. Mynd sem hrífur mann með sér frá fyrstu mínútu og fær mann til að hlæja og gráta á víxl,“ Dómnefnd Skjaldborgar
Einskonar meistaraverk … Afinn er sprúðlandi lífskraftur, ég get ekki hætt að hugsa um hann … Vona þið sjáið sem flest þessa mynd,” Eiríkur Guðmundsson, Víðsjá
Mannbætandi mynd,“ Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingurHér má nálgast tíslu úr myndinni: https://bioparadis.is/kvikmyndir/halfur-alfur/
Hér er svo Facebook síðan með fleiri upplýsingum:https://www.facebook.com/skakbiofilm

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is