Miðvikudagur 6. desember 2023

Haldið til kolmunnaveiða og loðnutorfur kannaðar

25.02.2020

Síðast liðin föstudag hélt Beitir NK til kolmunnaveiða á miðunum vestur af Írlandi.

Áður en skipið hélt til veiða lagðist það að hafnarbakkanum við hina nýju netagerð Hampiðjunnar í Neskaupstað til þess að fá þar þjónustu netagerðarmannanna. Var þetta í fyrsta skipti sem skip lagðist að garðinum. Síðast liðin laugardag héldu síðan Bjarni Ólafsson AK og Börkur NK áleiðis á kolmunnamiðin.

Þegar Bjarni Ólafsson var kominn um 10 mílur austur af Papey kom hann í mikið hvalalíf og varð var við stóran loðnuflekk. Fór hann um svæðið og sáust þá allmargar loðnutorfur. Í kjölfar þessa var ákveðið í samráði við Hafrannsóknastofnun að Börkur, Polar Amaroq og Hákon EA myndu kanna svæðið en öll þessi skip eru með kvarðaða mæla til loðnuleitar.

Skipin þrjú krussuðu hið umrædda svæði í samvinnu við fiskifræðinga og kom Polar Amaroq með gögnin sem safnað var til Neskaupstaðar í morgun og voru þau síðan send suður til Reykjavíkur með flugi  þar sem þau verða yfirfarin á Hafrannsóknastofnun.

Þegar loðnuleitinni var lokið í gær hélt Börkur áfram ferð sinni áleiðis á kolmunnamiðin.  Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti áður en skipið hélt til kolmunnaveiða.

Fyrst var spurt hve langt væri á miðin

„Það eru tæplega 800 mílur á þessi mið og það tekur okkur um þrjá sólarhringa að sigla þangað í góðu veðri. Þarna hefur fiskast ágætlega á þessum árstíma síðustu árin en veðrið er helsta áhyggjuefnið. Á þessum slóðum hefur ekki vantað fiskinn, það er klárt. Skip víða að eru að kolmunnaveiðum þarna, auk okkar Íslendinganna og skipa frá Írlandi eru þarna skip frá Noregi, Færeyjum, Rússlandi og Hollandi svo eitthvað sé nefnt. Nýjustu fréttir segja að töluvert af fiski sé að sjá á þessum slóðum en veðrið hefur verið að stríða mönnum mikið að undanförnu. Veiði hefur hins vegar verið góð á milli lægða,“ segir Tómas.

Beitir NK er fyrsta skipið sem lagðist að hafnarbakkanum við nýju netagerð Hampiðjunnar í Neskaupstað sl. föstudag.
Ljósm. Smári Geirsson

Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is