28.03.2020
Hann Hafþór Hafsteinsson var að gefa út á Spotify lag sem er eftir hann sjálfan bæði texti og lag ásamt því að syngja það.
Gísli Stefánsson spilar á hljóðfæri, tók það upp og hljóðblandaði.
Þetta er þriðja lagið sem hann gefur út en áður hefur hann gefið út tvö lög undir listanafninu „Bluewaves“ Vinurminn og Dalurin ómar en það var Hörður Þór Harðarson sem hljóðblandaði þau lög ásamt því að semja með Hafþór.
Nýja lagið heitir „þú og ég“ er komið á Spotify.
Tígull heyrði í Hafþór og sagði hann okkur frá því að hann væri að semja fjórða lagið sem kemur í loftið fljótlega, en vildi ekki gefa upp meira.
Það verður gaman að fylgjast með þessum unga efnilega listamanni í framtíðinni. Hafþór til hamingju með þetta fallega lag.
https://vefsugerc21.sg-host.com/444