Þriðjudagur 23. júlí 2024
Flug

Hafin er vinna við að finna mögulegar lausnir til þess að tryggja flug

Á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn síðastliðinn var farið yfir stöðuna á flugsamgöngum

Greint var frá þeirri ákvörðun Icelandair að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með 31. ágúst sl. Sú ákvörðun var mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði áður gefið út að flogið yrði á markaðslegum forsendum út september.

Í kjölfarið óskaði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fyrir hönd bæjarráðs eftir fundi með samgönguyfirvöldum um stöðuna sem upp er komin og fór sá fundur fram síðastliðinn þriðjudag með samgönguráðherra og vegamálastjóra, ásamt öðrum fulltrúum Vegagerðarinnar.

Ráðherra tók undir áhyggjur bæjarráðs af stöðunni og var á fundinum ákveðið að hefja vinnu við að finna mögulegar lausnir til þess að tryggja flug til Vestmannaeyja. Á fundinum kom fram skilningur á því að ekki verði við það búið að einungis ein samgönguleið sé til og frá Vestmannaeyjum.

Í sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa um flugsamgöngur segir:

Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að áætlunarflug sé milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur

Skilningur er á milli aðila að ekki verði við það búið að einungis ein samgönguleið sé til og frá Vestmannaeyjum. Mikilvægt er að vinna í Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu gangi hratt og vel fyrir sig, svo að það þjónusturof sem nú varir verði stutt. Ráðherrar og þingmenn þurfa að beita sér fyrir því.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search