Þriðjudagur 4. október 2022

Hafa hist í kaffi í yfir tuttugu ár á morgnana

Það var glatt á hjalla þegar blaðamaður Tíguls kíkti við í Skipalyftuna síðasta miðvikudag

Þar var að finna hóp manna sem hafa hist reglulega á morgnana í yfir tuttugu ár en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa fæðst og vera uppaldir í Vestmannaeyjum en hafa flutt í höfuðborgina í seinni tíð.

Þeir taka alltaf saman göngu í Fífunni fyrst á morgnana, fara svo í kaffisopa og með því í Reynisbakarí á Dalvegi í Kópavogi. En þeir byrjuðu á þessum hitting á sprautuverkstæði inn í Hafnarfirði hjá Hilmir Þorvarðarsyni heitnum.

Eftir hans dag fluttu þeir sig í Reynisbakarí. Tóti og Stebbi tóku vel á móti félögum sínum með hádegismat í Skipalyftunni, Íris bæjarstjóri hitti á peyjana og fór yfir það helsta í bæjarmálunum. Svo var Tóti búin að skipuleggja allan daginn og var farið um allan bæinn og rifjuð upp gömul prakkarastrik.

Íris Róbertsdóttir fór yfir bæjarmálin
Eiríkur Þór Einarsson, Guðlaugur Sigurðsson og Loftur Harðarsson.
Allur hópurinn
Steinn Guðmundsson og Valur í Dal
Svanur Barnarstenarsson ( Þorsteinsson ) og Gunnar Sigursson.
Tóti og Friðrik á Látrum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is