Hafa fjölgað spjaldtölvum um 293 kjörtímabilinu – úr 92 í 385

Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag voru almennar umræður um stöðu fræðslumála í upphafi skólaárs, svo sem menntarannsóknarverkefni, spjaldtölvuvæðingu og önnur áhersluverkefni.

Bæjarfulltrúar E og H lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Kveikjum neistann er þróunar- og rannsóknarverkefni sem formlega var hleypt af stokkunum 17. ágúst síðastliðinn í Vestmannaeyjum þar sem starfsdagur GRV var helgaður verkefninu. Samhliða verkefninu hefur verið stofnað rannsóknarsetur um menntun og hugarfar með aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Hafa lagt mikla áherslu á fræðslumál

Á núverandi kjörtímabili hefur meirihluti E- og H- lista lagt mikla áherslu á fræðslumál og óhætt að segja að eftir því hefur verið tekið. Umtalsverð aukning hefur orðið á spjaldtölvum og tölvum í GRV.

Árið 2019 voru 53 Chromebook tölvur og 39 spjaldtölvur (Ipad) eða 92 tæki í heild á 515 nemendur. Í lok vorannar 2021 voru 119 Chromebook tölvur og 266 spjaldtölvur (Ipad) eða 385 tæki í heild á 527 nemendur. Skv. skýrslu verkefnistjóra spjaldtölvuinnleiðingar GRV má sjá virkilega ánægjulegar niðurstöður og jákvæða þróun í skólastarfi GRV.

Verkefnið væri ekki á þessu stað nema með samvinnu allra sem að því hafa komið og eru verkefnisstjóra og kennurum í innleiðingarteyminu færðar sérstakar þakkir fyrir. Það má því segja að víða hafi neistinn verið kveiktur í fræðslumálum í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg að hafa tæki og búnað innan veggja því hvatning er jafnframt mikilvæg.

Til að búa til meiri hvatningu og stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskóla var jafnframt byrjað að úthluta styrkjum úr þróunarsjóði og veita hvatningarverðlaun á þessu kjörtímabili og hefur því verið tekið vel.

Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fræðslumál hafa verið og eru okkur afar mikilvæg. Aukin tækni, og breytingar í samfélaginu reyna á alla aðila og er því mikilvægt að við höldum áfram að leita leiða til að efla það góða starf sem unnið er. Menntun á að hafa forgang við þurfum öll að sameinast um verkefnið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search