Goggi

Hætt­ir og hætt­ir við að hætta – viðtal við Georg Eið Arn­ar­son

09.11.2020

200 mílur eru með flott viðtal við Georg Eið Arn­ar­son sem hann Ómar Garðarsson tók hér fyrir neðan er brot af því viðtali.

Georg Eiður Arn­ar­son er Eyjamaður, trillu- og lunda­karl og hef­ur marga fjör­una sopið á langri út­gerðar­sögu. Kom­ist í hann krapp­an oft­ar en einu sinni. Misst báta, bæði í sjó­inn og til bank­ans en alltaf staðið upp aft­ur og er enn að. Sæk­ir í það sem nátt­úr­an gef­ur en er um leið nátt­úr­vernd­arsinni án þess kannski að hafa hug­mynd um það. Hef­ur skoðun á hlut­un­um og bend­ir óhikað á þegar hon­um finnst ekki rétt að farið. En um­fram allt er Georg Eiður skemmti­leg­ur karl og bara sátt­ur við Guð og menn þegar upp er staðið.

Hann er fædd­ur 1964 og byrjaði snemma á sjó. „Ég var tólf ára þegar ég fór einn túr í starf­s­kynn­ingu á Dala-Rafni VE með skóla­bróður mín­um þá, Engil­bert Eiðssyni, sem fór niður með Hellis­ey VE 1984. Var mikið sjó­veik­ur, ældi eins og múkki frá því við fór­um þar til við kom­um í land. Ég held ég hafi ælt dag­inn eft­ir líka,“ seg­ir Georg sem reyndi fyr­ir sér á tog­ara rúm­lega tví­tug­ur. Leist ekki á enda hlut­ur­inn ekki hár. „Það er annað í dag,“ seg­ir Georg sem stuttu seinna kaup­ir fyrstu trill­una.

Fyrstu skref­in í út­gerðinni

Hún hét Kóp­ur, eitt og hálft tonn og stýris­húsið ekki stærra en svo að hann horfði yfir það um leið og hann stýrði en stýrið var úti. Þetta var haustið 1987. Það er svo á fyrstu vertíðinni, 1988, að hann fær eld­skírn­ina sem trillu­sjó­maður. „Ég fer á sjó með tvær tölvu­vind­ur og er kom­inn inn á Danska hraun. Er að fara að ýta á start þegar kom­in er nokk­ur alda en al­veg logn. Áður en fær­in eru kom­in niður á 30 metr­ana er skyndi­lega kom­inn 20 metra storm­ur. Á þessu horni sigldi ég í land, allt á hlið og þegar ég kom í Faxa gengu öld­urn­ar yfir hann öðrum meg­in og upp úr hon­um hinum meg­in. Maður réð ekki við eitt eða neitt enda var þetta al­gjört horn en kom manni þó í land.“

Næst kaup­ir Georg aft­ur­byggðan tré­bát sem er ennþá við Kletts­nefið við inn­sigl­ing­una til Vest­manna­eyja. „Um miðjan des­em­ber 1989 fer ég hérna vest­ur fyr­ir með línu. Það skell­ur á aust­an rok og þegar ég kem til baka eru skafl­arn­ir við Klett­inn. Þetta var eld­gam­all tré­bát­ur, op­inn og framþung­ur og á fyrstu öldu flaut yfir. Ég var hepp­inn, náði að snúa við, og kom­ast í var norðan við Heimaklett og lagði bátn­um á bóli. Það var al­gjör­lega ófært fyr­ir mig að ætla að kom­ast til hafn­ar og Rabbi á Kirkju­bæ náði í mig og fór með mig í land.“

Ætl­un­in var að ná í bát­inn dag­inn eft­ir en óveðrið hélst í þrjá daga. „Við fund­um aldrei bát­inn þannig að hann er þarna ein­hvers staðar á bóli,“ seg­ir Georg og glott­ir.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið

Myndirnar tók Óskar PéturFriðriksson.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is