Viðgerð á Vestmannaeyjastreng
Undan farna viku hefur undirbúningur fyrir viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 staðið yfir á sjó og á Landeyjasandi. Sunnudaginn 16. júlí verður vinna í gangi í Vestmannaeyjum sem mögulega gæti leitt til rafmagnstruflana á milli kl. 10 – 15. Næstu daga mun elsti strengurinn til Eyja og varaflsvélar sjá Vestmannaeyjum fyrir rafmagni þar til viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 lýkur. Nánari upplýsingar um viðgerðina er að finna á www.landsnet.is
Hvetjum við til þess að farið verði sparlega með rafmagn á meðan á þessu stendur og minnum á að ef til truflana kemur munum við birta upplýsingar á bæði heimasíðu og samfélagsmiðlum Landsnets og HS Veitna.
Takk fyrir skilninginn og þolinmæðina
Landsnet og HS Veitur