Fimmtudagur 26. janúar 2023
Lífeyrissjóður Vestmannaeyjar

Hækkun lífeyrisréttinda hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktarbreytingar sem snerta lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Réttindi hækka frá og með 1. janúar 2023, mismikið eftir aldri, mest hjá þeim sem elstir eru.

Á sama tíma taka gildi nýjar lífslíkutöflur sem gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru lifi að jafnaði lengur en þeir sem eldri eru og fái því greiddan ellilífeyri í fleiri ár.

Allar lífeyrisgreiðslur hækka á nýju ári og koma fram við útgreiðslu nú í lok janúar. Greiðslur allra lífeyrisþega 67 ára og eldri hækka um 10,3% auk örorku- og makalífeyrisþega.

Hækkunin er tilkomin vegna afar góðrar ávöxtunar hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja síðastliðin ár. Hafa ber í huga að hækkun getur haft áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og er í því samhengi bent á að uppfæra tekjuáætlun.

Samþykktarbreytingarnar er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is