Laugardagur 30. september 2023

Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk

Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk, kryddjurtum og kryddjurta-béarnaise sósu

hráefni:

1 lambalæri, helst án lykilbeins

500 g smjör

6 tímíangreinar

6 rósmaríngreinar

5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir

1 ½ tsk nýmalaður pipar

1 stór poki með rennilás (zip lock)

2 tsk salt

 

Aðferð:

Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir.

Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið.

Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klst.

Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C.

Setjið lærið í ofnskúffu og saltið.

Bakið lærið í 10-15 mín. eða þar til það er fallega brúnað.

Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og t.d. bökuðu grænmeti og kartöflum.

 

Kryddjurta béarnaisesósa:

hráefni:

5 eggjarauður

smjörið úr pokanum

1-2 msk. béarnaise-essense

salt

nýmalaður pipar

 

Aðferð:

Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggja-rauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mín. eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.

 

Ofnsteiktir kartöflubátar

Hráefni:

6-800 g kartöflur, mjöllitlar, t.d. Gullauga – helst frekar stórar

2 msk ólífuolía

0.5 tsk nýmalaður pipar

0.5 tsk salt, eða eftir smekk

0.25 tsk oregano

 

Aðferð:

Ofninn hitaður í 225 gráður. Kartöflurnar þvegnar og þerraðar vel og síðan skornar í fjórðunga (eftir endilöngu ef þær eru aflangar) og hver fjórðungur aftur í sundur í miðju, nema kartöflurnar séu þeim mun minni. Olían sett í skál, kryddinu hrært saman við, og síðan eru kartöflubátarnir settir út í og velt vel upp úr blöndunni. Bökunarpappír breiddur í ofnskúffu eða á bökunarplötu og kartöflubátunum raðað á hana þannig að hýðið snúi niður. Ef einhver olía verður eftir í skálinni er henni dreypt yfir. Sett í ofninn og bakað í 20-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar hafa tekið góðan lit og eru meyrar í gegn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is