GV með sveit í báðum flokkum í sveitakeppninni sem fór fram um helgina

27.07.2020

Um helgina fóru fram sveitakeppnir karla og kvenna. Eins og undanfarin ár átti GV sveit í báðum flokkum, að þessu sinni spiluðu báðar sveitir í efstu deild

Keppnin fór fram á Leirdalsvelli og Oddi. Kvennasveitin fékk boð um að spila í efstu deild og endaði mótið í 7. sæti, er það glæsilegur árangur.
Karlasveitin fagnaði sínum næst besta árangri frá upphafi, en hún endaði í 6. sæti. Óskum við þeim innilega til hamingju.

Klúbburinn er stoltur af flottum kylfingum og þeirri miklu vinnu sem liggur að baki.

Lokastaðan í 1. deild karla:
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
5. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)
7. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
8. Golfklúbburinn Leynir (GL)

Lokastaðan í 1. deild kvenna:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
5. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
6. Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS)
7. Golfklúbbur Vestmanneyja (GV)
8. Golfklúbburinn Oddur (GO)

Myndir og upplýsingar frá facebooksíðu GV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is