Nafn & fjölskylda.
Gunnlaugur Erlendsson,, eða Gunni Ella P.
Er giftur Drífu Þöll Arnardóttir og við eigum bestu börn í heimi tvíburana Örnu og Erlend.
Hvaða hefðir tíðkast í fjölskyldunni í kringum jólin?
Nú hjá mér sjálfum þá hef ég ( þurft) að sjá um alveg heila jólagjöf, og það er handa henni Drífu minni, svo sökum gífurlegra anna hjá mér við að gera ekki neitt þá hefur hún séð um mest allt umstangið í kringum þetta jólastúss.
Hvenær byrjið þið að setja upp jólaljós?
En og aftur þá hefur Drífa séð um þessi mál og byrjað á því um mánaðarmótin, ( held ég )
Hvenær er jólatréð skreytt?
Drífa er nú bara nýbúin að því, ég var eitthvað upptekin og sá mér því ekki fært að hjálpa henni, ég var eflaust að horfa á fréttir eða eitthvað.
Er mikill munur er á hefðum núna og þegar þú varst lítil og hvað þá helst?
Nei í raun og veru ekki, í foreldrahúsum var á aðfangadag alltaf fugl sem gat ekki flogið, en núna er líka fugl sem getur ekki flogið en bara aðeins stærri.
Er eitthvað sem má alls ekki sleppa í kringum jólahátíðina?
Já,,, covid 19,, það er alveg orðið nauðsynlegt þáttur um jól og áramót, man bara ekki hvernig við fórum að áður en sá unaður brast á.