22.11.2020
Í tilkynningu inná íbvsport.is segir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafi skrifað undir árs samning sem þjálfari KFS.
Frumraun Gunnars gekk æði vel í sumar er hann stýrði KFS upp úr 4. deildinni og var mikil og góð stemning í liðinu. Framundan er tímabil í 3. deild og verður gaman að fylgjast með KFS deild ofar.
Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn KFS hafa verið afar ánægð með samstarf liðanna og störf Gunnars sem þjálfara. Áfram KFS!