Hvasst er á Eyjunni okkar í dag eða hvöss austanátt 28m/s og talsverð rigning en gul viðvörun í gildi fram á seinnipart dagsins. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti útkalli um 8 leytið í morgun þar sem að þakplötur voru að losna. Samkvæmt vedur.is þá spáir 20m/s til miðnættis.
Ef veðrið helst óbreytt þá mun skólinn senda út tilkynningu um 11 leytið að foreldrar sæki börnin sín að skóla loknum.