11.02.2020
Um kl 21:00 á fimmtudagskvöld verður farið að hvessa hressilega á eyjunni eða um 21 metrar á sek. samkvæmt vedur.is. Það á að bæta í vind eða um kl 06:00 á föstudagsmorgun spáir 29 metrum á sek. þá er tekin við gul viðvörun um allt land og ekkert ferðaveður yfir daginn en um kl 21 verður vindur kominn niður í 15 metra á sek.
Einnig eru líkur á foktjóni, sérílagi sunnantil á landinu. Fólki er bent á að sýna varkárni til að fyrirbyggja slys og festa lausamuni eins og frekast er kostur.
Að lokum má geta þess að búast má við hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda.
Upplýsingar eru frá vedur.is og skjáskot af landinu einnig.