24.01.2020 kl 11:15
En og aftur er veðurstofan að gefa út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá kl. 22 í kvöld til kl. 7 á laugardagsmorgun.
Gert er ráð fyrir austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek, með snjókomu sunnan- og suðvestanlands í kvöld og nótt. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum daga á úr vindi sunnantil í fyrramálið.
Vegfarendur mega búast við snjókomu og skafrenningi, takmörkuðu eða lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum