Þriðjudagur 23. apríl 2024

Guðrún Erlings

Nafn og fjölskylda:

Guðrún Erlingsdóttir, kölluð Rúna, ég er gift Gylfa Sigurðssyni. Börnin okkar eru Erling Þór, Bjartey og Jóhanna Björk. Í eyjum búa bæði barnabörnin okkar Bjartey Ósk og Eyþór Addi sem hafa erft listagenin frá móður sinni og eru algjörir snillingar og svo eru það tengdasynirnir Sæþór Gunnarsson og Þórir Helgi Hallgrímsson báðir eyjapeyjar. 

Við hvað starfarðu?

Ég hóf störf hjá Félagi grunnskólakennara 2019 en var þar á undan blaðamaður á Morgunblaðinu. 

Hver er tenging þín við Vestmannaeyjar?

Ég er fædd og uppalin í Eyjum og bjó þar í 50 ár. Ég vann við ýmis störf en lengst af var ég formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og síðar formaður deildar VR í eyjum. Ég tók þátt í skátastarfi, æfði handbolta og var virk í félagsstörfum. Var m.a. bæjarfulltrúi í átta ár og varaþingmaður um tíma. Við Gylfi fluttum til Hafnarfjarðar 2013, þaðan á Álftanes og enduðum í Garðabæ fyrir tæpum þremur árum. 

Hvernig kom þetta jólalag til þín?  Var það í vinnslu lengi?

Friður á jólanótt kom til mín á Álftanesi í kringum jólin 2016 . Mér var litið út um gluggann og fann kyrrðina sem fylgdi stjörnubjörtum himni í logni með jörðina þakta nýföllnum snjó. Textann kláraði ég mjög fljótt og lagið sjálft fylgdi með en ekki viðlagið, þrátt fyrir að textinn við viðlagið væri tilbúinn. Mig langaði að hafa textann innihaldsríkann þar sem boðskapur jólanna kæmi fram. Það má segja að þetta sé saga um ást og kærleika og frið og þá frelsun að finna þetta allt á jólanótt. Fyrir þá sem það kjósa getur textinn fjallaðu um það að finna ástina á jólanótt. 

Ertu búin að semja mörg lög og á hvað löngum tíma?

Ég samdi 13 lög á árunum 2011 til 2013 á meðan við bjuggum í eyjum. Á þeim tíma samdi ég lag og texta þegar andinn kom yfir mig. Eftir að ég flutti frá eyjum hætti ég að semja í þrjú ár. Ég byrjaði svo aftur þegar við fluttum á Álftanes þar sem stutt var í sjóinn, þar samdi ég  Friður á jólanótt og fimm önnur lög eftir það. Eitt lagana er við texta Hannesar Hafstein en það er eina lagið sem er ekki með texta eftir mig. Viðlagið við Frið á jólanótt samdi ég 2020 en það var mín fyrsta tónsmíð á píanó, fram að því hafði ég samið á gítar.

Ertu mikið jólabarn?

Já, ég er það og var mjög fastheldin á jólahefðir en það hefur breyst og ég nýt aðventunnar í meira mæli en áður.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Friður á jólanótt að sjálfsögðu. Ó helga nótt er nú samt alltaf jólalegasta lagið.

Hvað ertu með í jólamatinn?

Ef ég er heima þá er það kalkúnn og Hamborgarhryggur en í ár verðum við hjá Jóhönnu Björk og Þóri og þar verður hamborgarhryggur í boði. 

Hvað er það sem þér finnst mest jólalegast?

Aftansöngurinn hvort heldur er í kirkjunni eða útvarpinu. Svo er það eins og sungið er um í Friður á jólanótt, stjörnubjartur himinn, snævi þakin jörð og kyrrðin og helgin sem ríkir á aðfangadagskvöld.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search