Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Guðrún Bergmann með góð ráð fyrir konur

Guðrún Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari og heilsumarkþjálfi mætir á sunnudaginn og verður í Einarsstofu kl. 14:30 í Einarsstofu og fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína, BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.

„Ég verð með fyrirlestur þar sem ég fjalla um 5 grunnleiðir til að bæta heilsuna en á undan fyrirlestrinum ætla ég að lesa ljóð úr bókinni minni eftir Kristján Hreinsson,“ segir Guðrún.

„Bókin mín BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri fjallar hins vegar um tíu leiðir sem konur geta farið til að bæta eigin heilsu – en ég ætla ekki að fjalla um þær allar á fundinum, heldur takmarka umfjöllunina við þessar fimm. Bókin er 272 blaðsíður á lengd og hefur fengið góða dóma,“ segir Guðrún og vitnar í Guðríði Haraldsdóttur bókagagnrýnanda Vikunnar segir þetta um hana:

„Vel skrifuð, uppbyggjandi og hvetjandi bók, full af fróðleik og sérstaklega ætluð konum á fimmtugsaldri og upp úr. Yngri konur gætu þó haft heilmikið gagn af henni og þeim fyrirbyggjandi ráðum sem þar er að finna. Höfundur leggur mikla áherslu á val hverrar og einnar konu og býður upp á marga valkosti. Hún miðlar af eigin reynslu en fyrir þrjátíu árum lagði hún sjálf, þá orðin heilsulaus, upp í leit að betra lífi og fann. Kaflinn um mikilvægi góðs svefns fannst mér sérlega áhugaverður og frábærar upplýsingarnar um bætiefnin, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi eigulega bók mun án efa kveikja áhuga margra á því að lifa lengra og betra lífi og í henni finnast fjölmargar leiðir til þess.“

Guðrún býður bókina til sölu á 20% afsláttarverði þennan dag sem kynningin er – en það er síðasti dagur á slíku tilboðsverði hjá henni.

Guðrún vonast til að sjá sem flestar konur á fyrirlestrinum sem er öllum opinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is