Þetta er geggjað. Ég er mjög spennt fyrir þessu og mér líður eins og ég sé komin á þann stað sem ég vil vera á. Mig er búið að langa svo að geta gert þetta,“ segir söng­konan Guð­rún Árný, sem ætlar að leiða fjölda­söng, eins og henni einni er lagið, af stóra sviðinu á Þjóð­há­tíð í Eyjum.

„Þetta er ekki Brekku­söngurinn,“ heldur Guð­rún Árný á­fram og bætir við að hún hafi fengið sér­stakt pláss í há­tíðar­dag­skránni. „Ég verð á föstu­dags­kvöldinu á besta tíma, frá hálf ellefu til ellefu, þegar allir eru í stuði. Ég er svo spennt að ég er bara að bilast. Ég er ekki búin að mega segja frá þessu svo lengi að loksins get ég farið að tjá mig um þetta.“

Allt viðtalið við Guðrúnu Árnýju má lesa hér.