Nú er ljóst að á flestum stöðum á landinu er lögð mikil áhersla á að leggja ljósleiðara inn á öll heimili í þéttbýli sem og í dreifbýli. Nýlegar fréttir eru meðal annars um áætlaðar framkvæmdir lagningu ljósleiðara og tengingu inn á 6000 sveitabæi.
Gleðilegar fréttir þar um stórátak um allt land, segir í opnu bréfi Guðmundar Þ. B. Ólafssonar til Mílu.
Þá segir í bréfinu að sem kunnugt er þá eigi ekki mörg heimili í þéttbýlinu á Heimaey kost á slíkri tengingu og ekki ljóst hvenær búast megi við þeirri sjálfsögðu þjónustu. Vestmannaeyingum er boðið, í flestum tilfellum, upp á ljósnetsamband, það er það besta sem boðið er upp á í dag í gegnum koparþráð, í sumum tilfellum rúmlega hálfrar alda gömlum. Árið er 2019.
Þá segir Guðmundur að í framhaldi af fyrri fyrirspurnum hans til Mílu og svörum frá Mílu óskar hann eftir eftirfarandi upplýsingum:
Í svari Mílu kom fram hver áætlun yfirstandandi árs væri í lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum. Spurt er, þar sem senn líður að árslokum, og Míla að öllum líkindum búin að vinna framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, hvaða áætlanir hefur Míla um lagningu ljósleiðara inn á heimilin í Vestmannaeyjum á árinu 2020?
