Föstudagur 1. desember 2023

Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi heimsækir Vestmannaeyjar

29.05.2020

Guðmundur Franklín er forsetaframbjóðandi sem hefur það að markmiðið að berjast gegn spillingu og virkja embættið til góðs fyrir þjóðina með því m.a. að nýta málskotsréttinn í umdeildum málum.

Að sjálfsögðu mætti frambjóðandinn á Leturstofuna og við yfirheyrðum hann nokkuð vel og tókst honum með prýði að svara fyrir sig 🙂 hann fór yfir nokkur mál sem hann telur að betur megi gera í forsetaembættinu. Eins fengum við allar upplýsingar um Guðmund sem má lesa hér fyrir neðan.

Guðmundur Franklín  forsetaframbjóðandi ekur um á vel merktum bíl.

Guðmundur verður í Vestmannaeyjum í dag og á morgun.

Æviágrip

Guðmundur Franklín er 56 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vogahverfinu í Reykjavík, nánar tiltekið fæddur í Reykjavík 31. okt. 1963. For.: Jón Ingiberg Bjarnason (f. 8. júní 1921, d. 10. feb. 1983) búfræðingur, er lengi starfaði hjá Kaupmannasamtökunum og Guðbjörg Lilja Maríusdóttir (f. 19. feb. 1929) húsmóðir. Börn: Árni Franklín (1993), Veronika (1997), Vigdís Lilja (2001).

Menntun

Guðmundur Franklín gekk í Vogaskóla og þaðan lá leiðin í Verslunarskólann. Eftir tvo vetur þar bauðst honum að fara til Flórída í Bandaríkjunum. Ætlaði fyrst að fara sem skiptinemi en endaði í vinnu hjá gardínuverksmiðju Hilmars Skagfield í Tallahassee. Meðfram þeirri vinnu var hann einnig í skóla. „Þarna varð ég veikur fyrir Ameríku en kom heim og kláraði stúdentsprófið frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla.“

Að loknu stúdentsprófi tók við nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hugurinn var hins vegar farinn að leita til Bandaríkjanna og fékk Guðmundur inngöngu í Johnson & Wales University í Providence, Rhode Island. Þaðan lauk hann BSc gráðu í viðskipta og hagfræði árið 1989.

Löggiltur verðbréfamiðlari, General Securities Representative Exam, Series 7, 10 og 63, Financial Industry Regulatory Authority, New York, NY. 2000. Stundaði meistaranám í alþjóða-stjórnmálum og hagfræði við Charles University, Prag, Tékklandi 2005-2008. Leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands í maí 2012.

Starfsferill

Hér heima hafði hann unnið nokkur sumur og með námi á veturna í matvöruversluninni Víði í Starmýri. Þarna varð Guðmundur harðákveðinn í að starfa við verðbréfamiðlun í Bandaríkjunum. Hann skrifaði öllum helstu verðbréfafyrirtækjunum bréf og sótti um vinnu.

Með óvæntri aðstoð Íslandsvinarins Dan Slotts, sem var meðal hluthafa Bear Sterns, fékk Guðmundur vinnu hjá Bersec International. Guðmundur starfaði sem registered representative hjá Bersec International, Inc., New York 1989-1991 eða þar til hann var ráðinn til starfa hinum megin götunnar hjá verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer & Co. Inc., sem þá var meðal virtustu fyrirtækjanna á Wall Street. Starfaði þar í tvö ár sem verðbréfamiðlari hjá Oppenheimer & Co., Inc. 1991-1993. Undir lok árs 1993 fór Guðmundur ásamt nokkrum fleiri starfsmönnum Oppenheimer til Burnham Securities.

Framkvæmdarstjóri fjárfestingabankasviðs og fjárvörslusviðs hjá Burnham Securities, Inc, og Burnham Asset Management, Inc, New York , NY. í Bandaríkjunum 1993-2002. Gerðist hann hluthafi og var ráðinn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.  

Þess ber að geta að hluti starfsins hjá Oppenheimer og síðar Burnham var að kynna bandaríska verðbréfamarkaðinn fyrir Íslendingum og kenna fjárfestum hvernig markaðurinn virkaði, en öll verðbréfaviðskipti milli Íslands og annara landa höfðu verið bönnuð í áratugi. Hjá Burnham starfaði Guðmundur til ársins 2002.

Árið 2002 flutti hann til Prag, höfuðborgar Tékklands og stofnaði Bellagio Hotel Prague. Hótelstjóri á Bellagio Hotel, Prag, Tékklandi 2002-2009. Síðar stundaði Guðmundur meistaranám í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Charles University, Tékklandi. Stundakennari hjá University of New York in Prague, Prag, Tékklandi 2005-2006. Hótelstjóri á Hotel Klippen í Gudhjem á Borgundarhólmi í Danmörku síðan 2013.

Hann hefur einnig starfað í ýmsum nefndum og stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka tengdum störfum sínum og hefur í gegnum árin kynnt fjárfestingarkosti fyrir Íslendingum í hlutabréfum, skuldabréfum, almennum iðnaði, hátækni og öðrum viðskiptaafurðum.

Guðmundur er með leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands og starfar nú sem hótelstjóri á Hotel Klippen á Borgundarhólmi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is