Fimmtudagur 18. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Guðjón Pét­ur far­inn frá ÍBV til Grindavíkur

Knatt­spyrnumaður­inn Guðjón Pét­ur Lýðsson er far­inn frá ÍBV og geng­inn til liðs við 1. deild­arlið Grinda­vík­ur.

Guðjón, sem er 34 ára, kom til liðs við Eyja­menn frá Breiðabliki fyr­ir tíma­bilið 2021 og hjálpaði þeim upp í úr­vals­deild­ina. Þar hef­ur hann leikið tíu leiki á þessu tíma­bili en ekki verið í byrj­un­arliðinu frá því hann var sett­ur í aga­bann fyr­ir fram­komu þegar hon­um var skipt af velli í leik gegn ÍA. Hann gerði samning við Grindavík út tímabilið 2023.

„Ég er gríðarlega ánægður með að fá Guðjón Pétur til liðs við okkur. Við erum að fá afar reyndan og sigursælan leikmann sem mun nýtast okkar félagi vel. Ég er mjög spenntur að hefja samstarfið með Guðjóni Pétri og er þess fullviss um að hann mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar leikmannahóp,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.
Guðjón hefur leikið með félögum á borð við Val, Breiðabliki, Stjörnunni, Haukum auk þess að leika með Helsingborg í Svíþjóð. Hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari. Hann hefur leikið 226 leiki í efstu deild og skorað 47 mörk.
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir milli ánægju með að fá Guðjón Pétur til liðs við félagið og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til Grindavíkur. Jafnframt viljum við þakka ÍBV gott samstarf varðandi félagaskiptin.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is