Vestmannaeyjabær óskaði eftir verðtilboðum í gatnagerð í Áshamri samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Framkvæmda- og hafnarráðs funduðu í dag og voru verðtilboðin kynnt á fundinum. Gröfuþjónusta Brinks kr. 59.891.561. |
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í gatnagerð við Áshamar á yfirstandandi fjárhagsári og óskar ráðið eftir því við Bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting í verkið að upphæð 26 milljónir króna á árinu 2020. |
Miðvikudagur 27. september 2023