Mánudagur 25. september 2023

Grímuskylda um land allt frá og með þriðjudeginum 20. október

16.10.2020

Frá og með þriðjudeginum 20.október verður skylt að nota andlitsgrímur um allt land þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nándarmörk. Utan höfuðborgarsvæðisins mega engir áhorfendur vera á íþróttaviðburðum, eins og á höfuðborgarsvæðinu.
Á höfuðborgarsvæðinu verða allar æfingar og keppni í íþróttum, sem krefjast snertingar, óheimilar.

Þetta er meðal þeirra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þær eru að mestu leyti þær sömu og sóttvarnalæknir hefur lagt til og munu gilda í 2-3 vikur. Stöðugt endurmat á að eiga sér stað á þeim tíma.

Engin breyting verður á skólahaldi.

Meðal annarra breytinga má nefna að leyfður hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými verður 20 manns um allt land. Þá verður íþróttaiðkun, sem ekki krefst snertingar, leyfð aftur á höfuðborgarsvæðinu að hámarki 20 manns í hópi án áhorfenda, svo framarlega sem tveggja metra reglan sé virt. Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu.

Almenningur er áfram hvattur til að halda sig sem mest heima. 

Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar:

  • Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.
  • Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
  • Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
  • Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra.
  • Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar.

Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar:

  • Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt.
  • Skólasund verður óheimilt.
  • Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir.
  • Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is