20.09.2020
Nú herðum við sóttvarnirnar uppi í skóla í ljósi þess að tilfellum á Íslandi hefur fjölgað segir í tilkynningu sem nemendum barst seinni partinn í dag.
Sóttvarnarlæknir hefur beint því til framhalds- og háskóla að bæta í sóttvarnarráðstafanir.
Og við gerum allt sem við getum, það gildir að þvo sér um hendur og spritta. Ekki mæta í skólann ef þið hafið einkenni Covid, heldur hringja á heilsugæsluna og fá ráðleggingar og skimun ef þörf er á.
Munið að vera með rakningar appið rakning C-19 virkt í símanum ykkar.
Frá og með morgundeginum þurfa allir í skólahúsnæðinu, bæði nemendur og starfsmenn að vera með grímur.
Skólinn skaffar grímurnar ykkur að kostnaðarlausu.
Þetta eru einnota þriggja laga grímur og þið fáið þær eftir þörfum.
En hver gríma dugir bara í nokkra klukkutíma þá þarf maður nýja.
Helga Kristín skólameistari ítrekar að skólinn er opinn fyrir nemendur en það er grímuskylda.