Grímuskylda í FÍV - bæði nemendur og starfsmenn | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Rolla12

Grímuskylda í FÍV – bæði nemendur og starfsmenn

20.09.2020

Nú herðum við sóttvarnirnar uppi í skóla í ljósi þess að tilfellum á Íslandi hefur fjölgað segir í tilkynningu sem nemendum barst seinni partinn í dag.

Sóttvarnarlæknir hefur beint því til framhalds- og háskóla að bæta í sóttvarnarráðstafanir.

Og við gerum allt sem við getum, það gildir að þvo sér um hendur og spritta. Ekki mæta í skólann ef þið hafið einkenni Covid, heldur hringja á heilsugæsluna og fá ráðleggingar og skimun ef þörf er á.

Munið að vera með rakningar appið  rakning C-19 virkt í símanum ykkar.

Frá og með morgundeginum þurfa allir í skólahúsnæðinu, bæði nemendur og starfsmenn að vera með grímur.

Skólinn skaffar grímurnar ykkur að kostnaðarlausu.

Þetta eru einnota þriggja laga grímur og þið fáið þær eftir þörfum.

En hver gríma dugir bara í nokkra klukkutíma þá þarf maður nýja.

Helga Kristín skólameistari  ítrekar að skólinn er opinn fyrir nemendur en það er grímuskylda.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Elskar hrekkjavökuna og tekur þetta alla leið – myndband
Ör- hugvekja Landakirkju
Hvað þýðir ást? Svör 4 – 8 ára barna við því
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X