03.01.2020
Hið árlega grímuball var haldið í Höllinni í dag og var vel mætt að vanda. Tígull mætti á svæðið og smellti myndum af alls konar verum, prinsessum, ofurhetjum og fleirum. Verðlaun var fyrir líflegustu framkomuna en það var hún Lilja Rut Brynjarsdóttir sem lítil Lína Langsokkur. Frumlegasta búninginn var Bjartey Dögg Frostadóttir sem ósýnilegi maðurinn, Sandra Dröfn Frostadóttir fanginn í fangelsinu varð í 3.ja sæti, Guðbjörg Karlsdóttir í 2. sæti sem Cindy Lou og þær frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir unnu búningakeppnina en þær mættu sem leigubíll á ballið.
Mætti Lína Langsokkur á svæðið öllum til mikillar gleði og dansaði og skemmti öllum ásamt því að tilkynna sigurvegarana. Einnig mættu tveir jólasveinar og gáfu börnunum nammi í lok ballsins.
1.sæti í búningakeppninni Líflegasta framkoman Ósýnilegi maðurinn Cindy Lou Fanginn í fangelsinu Allir vinningshafarnir saman