17.07.2020
Grillaðar svínalundir
Fyrir 4
2 svínalundir
1 krukka Feti í ólífum og kryddolíu, frá Mjólka
2 hvítlauksrif, pressuð
1 krukka rautt pestó
50 g steinlausar döðlur, saxaðar
handfylli steinselja, söxuð
salt og pipar
annað t.d. beikon eða parmaskinka
Aðferð:
Skerið svínalundina þvert í miðju.
Blandið saman fetaosti, hvítlauki, pestó, döðlum og saxaðri steinselju og setjið í lundirnar. Saltið og piprið og lokið með tannstönglum.
Brúnið lundirnar á pönnu.
Ef hugurinn girnist má vefja lundina með beikoni eða parmaskinku. Gott er að nota tannstöngla eða álíka til að fyllingin detti ekki úr.
Setjið í 180°c heitan ofn í um það bil 20 mínútur eða grillið á útigrilli.
Leyfið lundunum að standa í 5-10 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar.
Piparostasósa
1 stk piparost
250 ml rjómi
1 teningur nautakraftur
Aðferð:
Setjið hráefnin í pott og bræðið við vægan hita, gott er að bæta nautakrafti við.
Kartöflubátar
15 kartöflur
2 msk. hvítlauksolía
50 g smjör
50 g ostur, t.d. óðalsostur
Aðferð:
Skar kartöflurnar niður í báta.
Smurði eldfast mót með hvítlauks-olíu og lagði kartölfurnar í fatið.
Lagði svo smátt skorinn ost og smjörklípur ofan á.
Bakaði í ofni við 180 gráður í 45 mín.