Grillaðar svína­lund­ir fyllt­ar með feta­osti, döðlum og bei­koni | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Uppskriftir

Grillaðar svína­lund­ir fyllt­ar með feta­osti, döðlum og bei­koni

17.07.2020

Grillaðar svína­lund­ir

Fyr­ir 4

2 svína­lund­ir

1 krukka Feti í ólíf­um og kryddol­íu, frá Mjólka

2 hvít­lauksrif, pressuð

1 krukka rautt pestó

50 g stein­laus­ar döðlur, saxaðar

hand­fylli stein­selja, söxuð

salt og pip­ar

annað t.d. bei­kon eða parma­skinka

Aðferð:

Skerið svína­lund­ina þvert í miðju.

Blandið sam­an feta­osti, hvít­lauki, pestó, döðlum og saxaðri stein­selju og setjið í lund­irn­ar. Saltið og piprið og lokið með tann­stöngl­um.

Brúnið lund­irn­ar á pönnu.

Ef hug­ur­inn girn­ist má vefja lund­ina með bei­koni eða parma­skinku. Gott er að nota tann­stöngla eða álíka til að fyll­ing­in detti ekki úr.

Setjið í 180°c heit­an ofn í um það bil 20 mín­út­ur eða grillið á útigrilli.

Leyfið lund­un­um að standa í 5-10 mín­út­ur áður en þær eru skorn­ar í sneiðar.

Pip­arostasósa

1 stk pip­arost

250 ml rjómi

1 teningur nautakraftur

Aðferð:

Setjið hrá­efn­in í pott og bræðið við væg­an hita, gott er að bæta nautakrafti við. 

Kart­öfl­ubátar

15 kart­öfl­ur

2 msk. hvít­lauk­sol­ía

50 g smjör

50 g ostur, t.d. óðal­sost­ur

Aðferð:

Skar kart­öfl­urn­ar niður í báta.

Smurði eld­fast mót með hvít­lauk­s-ol­íu og lagði kar­t­ölfurn­ar í fatið.

Lagði svo smátt skor­inn ost og smjörklíp­ur ofan á.

Bakaði í ofni við 180 gráður í 45 mín.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband
Markmiðið að þétta miðbæinn og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum
Ragnar Þór Jóhannsson kosinn formaður Farsæls
Ör hugvekja á sunnudegi – séra Guðmundur Örn með hlý orð

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X