Þriðjudagur 16. apríl 2024

Greiðsla og förðun á fermingardaginn

Greiðsla

Hafdís Ástþórsdóttir einn af eigendum hárgreiðslu-stofunnar Sjampó sýnir fermingargreiðslur á tveimur fermingardömum. Við heyrðum í Hafdísi hvernig greiðslur væru áberandi í ár. „Mikilvægast af öllu við fermingargreiðsluna er að fermingarbarninu líði vel með hana á fermingardaginn. Það er allur gangur à greiðslunum, slétt, liðað, bylgjur, uppsett eða slegið.
Greiðslurnar sem ég sýni núna er ein mjög einföld og klassísk þar sem ég setti bara fallega liði í hárið og leyfði síddinni og litnum á hári Thelmu að njóta sín. Svo á Guðný ákvað ég að vinna aðeins útfrá tískunni í ár, þar sem hárinu er skipt í miðju og hálf tekið upp og bylgjað“, segir Hafdís.

 

 

 

Förðun

Maja á Snyrtihorninu sýnir hér léttar og náttúrulegar farðanir fyrir fermingardaginn.
Í þessu förðunum notar hún förðunarvörur frá NN cosmetics, sem fást á stofunni.
Í dag er mikið verið að vinna með ljóma húðarinnar og hafa hana sem náttúrulegasta, einnig eru augnhár og varir mikið í tísku og um að gera að nota augnhára-brettara á undan maskaranum og gloss á varir. Fyrir stóra daginn er gott að vera búin að hreinsa húðina vel, rakametta og næra. Maja býður alla alhliða snyrtingu og förðun fyrir fermingardaginn.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search