Laugardagur 26. nóvember 2022

Gratineraður fiskur með papriku og camembert

Stórkostlega góður fiskréttur sem minnir mig á minn uppáhalds brauðrétt, gamla góða papriku og camembert réttinn sem klárast alltaf fyrst í öllum veislum.

Þessi sparilegi fiskréttur á vel heima í veislum en líka bara á þriðjudagskvöldi heima. Það vill líka svo skemmtilega til að rétturinn hentar þeim sem velja ketó mataræði einstaklega vel.

Uppskrift fyrir fjóra

Hráefni:

 • 800 g ýsa skorin í bita (7-800 g)
 • 3 paprikur, skornar smátt (2-3)
 • 1⁄2 blaðlaukur, smátt skorinn
 • 250 ml rjómi frá Gott í matinn
 • 1⁄2 askja smurostur með papriku
 • 1 Dala camembert, skorinn í bita
 • 1 tsk. dijon sinnep
 • 1 tsk. paprikukrydd
 • 1⁄2 grænmetisteningur
 • – rifinn gratínostur góð handfylli

 

Aðferð:

 1. Hitið ofn í 180 gráður.
 2. Skerið ýsuna í bita og saltið aðeins,.
 3. Leggið í smurt eldfast mót.
 4. Skerið grænmetið og setjið til hliðar.
 5. Bræðið saman í potti rjómann, smurostinn og helminginn af camembert ostinum, ásamt dijon sinnepi, paprikukryddi og grænmetisteningi.
 6. Smakkið til með svörtum pipar.
 7. Hellið sósunni yfir fiskinn.
 8. Dreifið grænmetinu því næst yfir og toppið með rifnum osti og restinni af camembert ostinum, skornum í litla teninga.
 9. Bakið í um það bil 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn gullinbrúnn.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is