Ofnbakaður fiskur
Hráefni:
hrísgrjón 1,5 bolli soðinn hrísgrjón
Þorskur eða ýsa (ca. 1 kg)
Krydd að eigin vali
2,5 dl rjómi
3 msk majónes
2 tsk dijon sinnep
2 tsk karrý
50-100g ferskrifinn parmesan
rauð paprika
1/2 blaðlaukur
200g rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°. Sjóðið hrísgrjón og leggið í botninn á eldföstu móti. Skerið fiskinn í sneiðar, leggið yfir hrísgrjónin og kryddið með salti, pipar og því sem þykir gott, Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan. Saltið og piprið. Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ofni í ca. 30 mínútur.
Gott er að hafa rúgbrauð og salat með.
Skyr-eftirréttur
Hráefni:
1-2 sneiðar rúgbrauð
4 hafrakex
1 msk smjör
Blandið þessu saman í matvinnsluvél og ristið í ofni þar til þetta er orðið að stökkri mylsnu.
100g mascarpone
150g skyr
1 tsk vanilluduft
1-2 msk flórsykur
60g 65% dökkt súkkulaði
60-70g þeyttur rjómi
sulta að eigin vali eða fersk ber
Aðferð:
Blandið saman helmingi af mascarpone og helmingi af skyrinu. Setjið út í smá af vanilludufti og helming af flórsykri. Bræðið súkkulaði og blandið saman við. Takið restina af skyri, mascarpone, vanilludufti og flórsykri og blandið við þeyttan rjóma.
Leggið í skálar í lögum; neðst er rúgbrauðsmylsna, þá súkkulaðiskyrið, sulta, hvítt skyr, sulta (eða fersk ber) og toppið að lokum með meiri mylsnu.