Fimmtudagur 29. september 2022
Gott

GOTT lokar frá og með morgundeginum á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi – tilkynning frá eigendum

Veitingastaðurinn GOTT var að opna aftur alla daga á fimmtudaginn síðasta og daginn eftir skall á enn ein Covid bylgjan

Berglind og Siggi útskýra hér í einlægum pistli inn á facebooksíðu sinni stöðuna og vonast til að fólk sýni þeim skilning. Einnig hvetja þau íbúa Vestmannaeyja að nýta sér þá staði sem eru með opið þrátt fyrir allar þær takmarkanir sem eru í dag.

Hér er færslan frá facebooksíðu GOTT: 

Kæru viðskiptavinir, hlutirnir eru fljótir að breytast.

Eftir nýlega tilkynningu okkar um opnun alla daga skall á okkur fjórða bylgja covid-19 með sínum hörðu samkomutakmörkunum. Við höfum í gegnum þennan heimsfaraldur sett okkur allskonar hlutverk og prófað ýmiskonar þjónustuleiðir sem sumar hafa kennt okkur eitthvað sniðugt en annað kannski ekki gengið eins vel.

Við höfum haft opið þegar aðeins 10 máttu koma saman, sent heim, boðið uppá mat til þess að elda heima, boðið allskonar tilboð o.s.frv. Við höfum breytt opnunartímanum eins og fleiri, sumir hafa dregið sig í hlé um ákveðin tíma og í rekstri sem þessum er það skiljanlegt. Það verða allir að hafa frelsi til þess að reka sín fyrirtæki eins og við best vitum til þess að lifa af.

Mega nú bara hafa tvö sóttvarnarhólf

Við höfum hingað til í þessari baráttu mátt vera með þrjú sóttvarnarhólf en fengið þau tilmæli nú að við megum aðeins vera með tvö. Sem stenst reyndar ekki samanburð við kröfur sem gerðar eru á mörg önnur veitingahús og án þess að vita til þess að einhverjar sérstakar breytingar hvað þetta varðar hafi verið gerðar.

Að halda uppi rekstri við þessar aðstæður teljum við vera óskynsamlegt

Við mætum að morgni hvers dags sem við erum með opið klukkan 8:00 til þess að gera allar sósur og soð, baka eftirrétti og gera hráefnið tilbúið. Við notumst mest við ferskt hráefni og því mikil matarsóun þegar allt fer í svona hægagang. Fólk almennt áttar sig ekki alltaf á því hversu viðkvæmur veitingarekstur er og á því erfitt með að skilja hversu oft breytingar hafa orðið á opnuninni. Ef lampinn í húsbúnaðarbúðinni selst ekki í dag þá selst hann kannski bara á morgun. Ef salatið okkar selst ekki í dag er það ónýtt á morgun.

Ef veitingastaður opnar 11:30 er starfsfólk í eldhúsinu búið að vera í vinnu frá því snemma um morgun, það kemur ekki klukkan ellefu til þess að kveikja ljósin og taka úr lás. Við gætum ekki afgreitt mat á 7-20 mínútum eins og við alla jafna gerum ef við værum ekki vel undirbúin. Það er því gríðarleg áhætta hvern dag sú vinna sem fer í undirbúning og það viðkvæma hráefni sem er gert tilbúið hvort sem viðskiptavinur kemur eða ekki.

Opið í kvöld, lokað frá og með morgundeginum

Við höfum því ákveðið að loka á meðan þessar samkomutakmarkanir eru (opið í kvöld, lokað frá og með morgundeginum) og opna aftur um leið og þeim lýkur.

Hvetja ykkur til að nota þjónustuna sem er í boði „Use it or loose it,,

Við viljum hvetja ykkur öll til þess að nýta ykkur þjónustu Tangans sem er nýbúinn að opna aftur, Einsa Kalda sem er með nýungar á um hverja helgi, panta eldbakaða pítsu á Pítsugerðinni, kíkja á Pizza 67, fara i pílu og öl á 900, fá ykkur austurlenskt á Canton, bát á Kránni, ís í Tvistinum, kebab hjá Ranya eða ná sér í hina margfrægu pylsu á Klettinum eða rækjusamloku á N1. Kaupa ykkur nýbakað brauð hjá Eyjabakarí, snúð á Vigtinni og kaffi og vöfflu á Eymundsson. Svo auðvitað kíkið þið á Éta/Brothers og Slippinn þegar það opnar.

Eða eins og góðir vinir okkar, sem ráku hér eitt sinn glæsilegt bakarí, sögðu: „Use it or loose it“ ?

Hlökkum til að sjá ykkur aftur um leið og létt verður á samkomutakmörkunum.

Það verður GOTT að sjá ykkur!

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is