Á facebook síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er flottur gát listi yfir það sem er nauðsynlegt að fara yfir öðru hvoru, þá sérstaklega núna þegar mikið er um kerti og eldfimar skreytingar
„Nú þegar aðventan stendur sem hæst með öllum sínum fallegu rafmagns og kertaljósum viljum við minna fólk á að fara varlega fram að- og yfir hátíðirnar og tryggja öryggi sitt og sinna með því að…..
-fara aldrei frá logandi kertaljósi/skreytingu
-slökkva á öllum ljósum á nóttunni
-yfirfara reykskynjara-skipta um rafhlöðu
-yfirfara slökkvitæki
-hengja upp eldvarnateppið
-fara yfir flóttaleiðir“
Forsíðumynd tekin frá facebook síðu slökkuliðsins