Uppskrift frá Berglindi Sigmarsdóttur
Hráefni:
2 dl fínt spelthveiti
2 dl gróft spelthveiti
2 dl tröllahafrar og 1 msk. (Til að dreifa yfir í lokin)
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1/2 dl hörfræ, möluð
1/2 dl sesamfræ
5-7 stk. döðlur, skornar í bita.
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. lyftiduft
4 dl AB mjólk / hrein jógúrt
eða 2 1/2 dl soðið vatn
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°. Blandið öllum þurrefnum og fræjum saman í skál. Bætið döðlum út í og hrærið. Blandið vökva saman við og hrærið aðeins en passið að ekki séu þurrir kögglar inn á milli. Setjið smjörpappír í jólakökuform og hellið deiginu í formið, strákið 1 msk. af tröllahöfrum yfir. Setjið inn í miðjan ofn og bakið í um 50 mínútur.