17.02.2020
Goslokahelgin verður haldin hátíðlega dagana 2.- 5.júlí.
Á bæjarráðsfundi í hádeginu í dag var skipuð goslokanefnd en þau sem voru valin eru: Erna Georgsdóttir, Grétar Þór Eyþórsson, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Þórarinn Ólason. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.
Ár hvert stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973. Goslokin hefjast að venju á fimmtudegi og standa fram á sunnudag mikið verður um að vera þessa daga, til að mynda verða fjölmargar lista- og hönnunarsýningar, fyrirlestrar, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann og Ísfélagið, Volcano golfmótið er á sínum stað, skipulagðar göngur og margt fleira. Goslokahelgin er önnur stærsta hátíðin sem haldin er í Vestmannaeyjum ár hvert.