Tígull er kominn í dreifingu um eyjuna þessa vikuna.
Við heyrðum í Skúla sem starfar hjá Fjölmiðlanefnd, en hann kom og heimsótti skólann í síðustu viku. Þar fer hann yfir til dæmis þrjár ástæður af hverju börn ættu ekki að vera á samfélagsmiðlun undir þrettán ára aldri.
Blaðamaður Tíguls fór á frumsýningu Gosa, rosaleg sýning. Rokkeldið er upprisið en hvorki meira né minna en sjö rokksveitir ætla að halda tónleika í Höllinni þann 24. nóvember og allt eru þetta bönd héðan af Eyjunni. Við fáum kynningu á þeim hér.
Völvuleiði á Ofanleitistúni, þrjár vitrar konur voru jarðsettar á Ofanleitistúni fyrir nokkur hundruð árum og sagt er að ekki megi hrófla við þeim stað, ef svo er gert hlýtur sá verr af.
Meira um allt þetta í Tígli vikunnar.