Föstudagur 1. desember 2023

Gosi kallar fram allan tilfinningaskalann

Frumsýning á uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja á leikritinu um spítukallinn Gosa fór fram síðastliðin föstudag. Blaðamaður Tíguls lét sig ekki vanta og sá ekki eftir því. Við upphaf sýningarinnar rifjaðist hins vegar upp fyrir mér að sagan af Gosa hefur svo sem aldrei verið í  neinu uppáhaldi hjá mér. En vá hvað þessi frábæra leiksýning, með þessum frábæra leikarahóp, náði að snúa því við, þau kölluðu fram allan tillfinningaskalann. Komu mér margoft til að hlægja og Hafþór, sem lék Jakob, pabba Gosa, kallaði fram tár í augu með fallegum söng sínum. Allir  sem sungu í sýningunni, gerðu það lista vel. Ekki er hægt að sleppa því að nefna hlut Kristins Elí, sem leikur Gosa í sýningunni, hann er einfaldlega fæddur í hlutverkið.

Allt í allt, klárlega besta leiksýning sem ég hef farið á hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Þvílíkir hæfileikar hjá þessum frábæra krökkum sem taka þátt í henni.

Þrefalt húrra fyrir Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikmyndin, söngurinn, leikurinn, aukaleikararnir, allur hópurinn algjörlega frábær. Þetta er sýning sem enginn má láta framhjá sér fara.

Takk fyrir mig, Kata Laufey
blaðamaður Tíguls.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is