24.06.2020
Gönguvikan í Fjarðabyggð er eitthvað sem göngugarpar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Þetta er árleg ganga þar sem er gengið á nokkur fjöll á 7 dögum sem sé mikil veisla fyrir gönguáhugafólk.
Í ár fóru nokkrir frá Vestmannaeyjum og fengum við að forvitnast smá um gengi þeirra. En það voru þau Ása Ingibergsdóttir, Sigmundur Rúnar Rafnsson, Guðrún B Ragnarsdóttir, Ólöf Helgadóttir og Eygló Kristinsdóttir. En þær Ólöf og Gunna eru að fara í þessa viku í þriðja sinn og eins og sjá má eru þær búnar að stækka hópinn og hver veit nema að enn fleiri skelli sér eftir ár.
Hérna er svo smá um gönguvikuna og einnig gaman að segja frá því að eyjamærin Sædís Eva Birgisdóttir er ein af þeim sem heldur utan um gönguvikuna, auðvitað allstaðar eyjafólk þar sem einhver snilld er í gangi.
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika.
Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum.
Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.
Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.
Simmi og Ása Gunna og Ólöf Gunna Allir klárir í gönguna Flottur hópur – Simmi, Ása, Gunna og Ólöf. Ólöf Simmi