bærinn höfnin

Göng til Eyja?

Á bæjarstjórnarfundi í gær fór Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri yfir stöðu samgangna við Vestmannaeyjar og framtíð þeirra

Jóna Sigríður Guðmundusdóttir lagði í framhaldinu fram tillögu frá E- og H-lista sem fulltrúar D-lista tóku undir.

„Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í samgöngumálum við Vestmannaeyjar og allir mögulegir kostir kannaðir. Ljúka þarf að fullu úttekt á Landeyjahöfn og fullkanna möguleikann á göngum milli lands og Eyja.

Bæjarstjórn skorar því á samgönguráðherra og aðra þingmenn kjördæmisins að greiða leið þess að ráðist verði í viðeigandi rannsóknir og hagkvæmnismat á því hvort göng sé raunhæfur kostur.

Tækniþróun og þekking hefur aukist frá því opinber umræða um göng milli lands og Eyja átti sér stað árið 2007, þegar þau voru slegin út af borðinu. Því er mikilvægt að fá úr því skorið hvort rannsóknir nú leiði af sér aðra niðurstöðu.

Á facebooksíðunni Vestmannaeyjagöng er þessar mynd deilt og þessar upplýsingar: 

Eftir að hafa skoðað meðalkostnað hinna ýmsu jarðganga í heiminum, er nálægt lagi að gera ráð fyrir að Vestmannaeyjagöng munu kosta uþb 3 milljarða króna á kílómeter.

Árið 2020 gerði Víðir Þorvarðarson hagfræðingur, kostnaðar og ábatagreiningu um jarðgöng til Eyja. Niðurstaða verkefnisins var að ábatinn af jarðgöngum, fækkun slysa, frátafa, samþætting og annara þátta væri 95,4 milljarðar króna. (Sjá: https://bit.ly/3mTaAsD )
Verum skynsöm, rannsökum jarðlögin til Vestmannaeyja það er góð fjárfesting fyrir framtíð Íslands.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is