Föstudagur 23. febrúar 2024

Golfvöllurinn í Eyjum á leið í golfherma

„Högni Bergþórsson hefur undanfarið í samstarfi við Karl Haraldsson unnið að því að hanna Vestmannaeyjavöll á golfhermavænu formi. Nú í haust verður hægt að spila okkar einstaka golfvöll í EYE-XO herminum í nýju æfingaaðstöðu klúbbsins. Er þetta frábært skref fram á við sem mun auglýsa völlinn okkar enn frekar,“ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu Golfklúbbsins í Vestmannaeyjum. „Við hlökkum til að fá kylfinga í heimsókn til okkar, hvort sem það er í hermum á veturna eða úti á sumrin.“
Það er ekki annað að sjá á myndunum hér að neðan en að verkefnið sé vel heppnað og skemmtilegt.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search