Góður árangur fyrirtækja í Ánægjuvoginni þrátt fyrir COVID ástandið

Þann 29. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 kynntar og er þetta tuttugasta og annað árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar.

Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki

Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem eru hæst í sínum flokki fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins.

Sex fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði

 • Costco eldsneytissala fékk 85,8 stig af 100 mögulegum, á eldsneytismarkaði,
 • Nova fékk 78,5 á farsímamarkaði,
 • Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 74,2 stig,
 • BYKO fékk 68,2 á byggingavörumarkaði,
 • Sjóvá fékk 72,6 stig á tryggingamarkaði,
 • IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig.

Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur;

 • Orka náttúrunnar var hæst með 67,2 stig hjá raforkusölum,
 • Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði,
 • Penninn Eymundsson var með 73,2 stig á ritfangamarkaði,
 • Apótekarinn var með 74,4 stig á lyfsölumarkaði,
 • Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum,
 • Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðum.

Greint er frá þessu á vef Stjórnvisinda.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search