Þann 29. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 kynntar og er þetta tuttugasta og annað árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar.
Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki
Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem eru hæst í sínum flokki fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins.
Sex fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
- Costco eldsneytissala fékk 85,8 stig af 100 mögulegum, á eldsneytismarkaði,
- Nova fékk 78,5 á farsímamarkaði,
- Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 74,2 stig,
- BYKO fékk 68,2 á byggingavörumarkaði,
- Sjóvá fékk 72,6 stig á tryggingamarkaði,
- IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig.
Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur;
- Orka náttúrunnar var hæst með 67,2 stig hjá raforkusölum,
- Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði,
- Penninn Eymundsson var með 73,2 stig á ritfangamarkaði,
- Apótekarinn var með 74,4 stig á lyfsölumarkaði,
- Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum,
- Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðum.
Greint er frá þessu á vef Stjórnvisinda.