29.03.2020
Það var heldur betur veisla á Hraunbúðum um helgina
Við erum svo ánægð með hversu fallega veitingarmenn og konur í Vestmannaeyjum hugsa til okkar þessa dagana.
Á föstudag og sunnudag fengum við ljúffengar íssendingar úr Tvistinum frá Bigga Sveins og Lóu.
Á laugardagskvöldið sendu Pizza 67 okkur öllum gómsætar pizzur sem slógu í gegn.
Við erum svo innilega þakklát því öll tilbreyting í lífið skiptir svo ótrúlega miklu máli, sér í lagi á þessum tímum.
Kærar þakkir frá Hraunbúðum.