Ýmsir viðburðir voru skipulagði í gær 23. janúar til minningar um að 50 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey.
Dagskráin hófst í Eldheimum kl. 01:30 þar sem nemendur í 10. bekk GRV lásu fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu 23. janúar 1973. Lesturinn fór fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring. Í ráðhúsinu kl. 12.00 fór svo fram sérstakur Minningarfundur bæjarstjórnar. Á Bókasafninu var vinnustofa um handgerðar veifur sem ætlaðar eru til skrauts á Goslokahátíð í sumar. í Sagnheimum opnuðu nemendur leikskólanna í Eyjum og GRV sýningu.
Lokahnikkurinn hófst svo við Landakirkju þar sem Séra Viðar Stefánsson fór með blessunarorð. Þaðan var svo lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum. Í Eldheimum fór svo fram minningarviðburður. Ávörp frá forseta Íslands, forsætisráðherra og forseta bæjarstjórnar. Þá fluttu þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir glænýjar útsetningar á nokkrum kunnum Eyjalögum. Ljósmyndari Tígul slóst í för í gönguna og smellti af nokkrum myndum.