– Styrktarkvöld ÍBV –
Glimrandi dömukvöld var haldið síðastliðinn föstudag og var þetta styrktarkvöld fyrir meistaraflokk kvenna ÍBV í handbolta. Þetta var einstaklega vel heppnað í alla staði og margt í boði. Eva Ruza sá um veislustjórn og myndaði frábæra stemningu með dömunum. Glæsilegar skreytingar, frábær matur sem að Kári í Kránni sá um. Fyrir þær sem vildu þá var hægt að fá glimmermálningu gegn vægu gjaldi. Einnig var púttkeppni í gangi allt kvöldið, tískusýning og Kári Kristján sá um að lýsa drengjunum og fötunum sem sýnd voru. Stelpurnar sá um að þjóna til borðs og einnig var happadrættissala þar sem stórglæsilegir vinningar voru í boði.




















































Previous
Next