Miðvikudagur 7. júní 2023
Halldór Ben

Gleymdist að hugsa til fólks í hjólastólum þegar nýja skipið okkar var hannað ?

02.01.2020 kl 18:32

Björg Ólöf Bragadóttir og Valgeir Sigurjónsson skrifa:

Ég er ekki vön að pósta svona hlutum hér á facebook en læt vaða……

Málið er að Valli átti að fara í aðgerð á morgun föstudag á Landspítalanum. Þetta er ekki bráða aðgerð en samt sem áður nauðsynleg aðgerð sem verður að framkvæmast á næstu vikum. Við erum búin að vera öll jólin að fylgjast með veður og ölduspá til að geta skipulagt þetta ferðalag. Þar sem útlit var slæmt urðum við á endanum að fresta aðgerðinni þar sem við komumst ekki frá Eyjum eða réttara sagt Valli kemst ekki frá Eyjum.
Við fengum þetta nýja flotta skip sem er bara hið besta mál þegar Landeyjahöfn virkar en þegar það er Þorlákshöfn þá erum við að tala um afturför. Valli hefur ekki heilsu til að sitja um borð í Herjólfi í 3+ klukkustundir á leiðinni til Þorlákshafnar. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Herjólfs er ekki möguleiki á að fólk sem er bundið við hjólastól komist í koju, aðgengið er bara ekki til staðar. Mér skilst að það sé sjúkraklefi en hann er ekki nothæfur samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið. Það er alls ekki við starfsfólk Herjólfs að sakast því þar eru allir að vilja gerðir og aðstoða alltaf eins og hægt er. Við höfum alltaf fengið mjög góða þjónustu þar en aðstæður eru bara ekki nógu góðar þegar kemur að fólki í hjólastólum.

Flug frá Eyjum er ekki valmöguleiki þar sem Valli kemst ekki sjálfur um borð í vélina, enda bundin hjólastól.

Staðan í dag er sem sagt þannig að við sitjum heima þar sem Valli gat ekki ferðast til Reykjavíkur til að fara í nauðsynlega aðgerð. Við vitum ekki hvenær við getum farið þar sem það er alls ekki víst að Valli komist í aðgerð þegar næst verður farið í Landeyjahöfn.

Ég velti fyrir mér hvort það hafi alveg gleymst að hugsa til fólks í hjólastólum þegar nýja skipið okkar var hannað!!

Þess má geta að flugfélagið Ernir hafi haft samband við Björg og Valgeir og bauð þeim alla sína hjálp við að aðstoða Valgeir um borð í flug, sem verið er að skoða hvort það gangi eftir.

Þetta er birt með samþykki frá Björg og Valgeir.

Forsíðumynd á Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is