Gleðilegt og kærleiksríkt komandi ár !

Í þar síðustu viku kom út síðasta tölublaðið okkar á þessu ári og var það númer 42. Mikið rosalega hefur þetta verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími.

Fyrsta tölublað Tíguls kom út 20. febrúar á þessu ári. Brotið var í A5. Alltaf var planið að hafa góða dreifingu og eins og flestir vita þá fer blaðið inn á öll heimili og fyrirtæki ásamt því að liggja í nokkrum verslunum. Ásamt blaðinu erum við með vef samhliða og var áherslan upphaflega að hafa yfirlit yfir alla viðburði á Eyjunni og helstu upplýsingar sem koma þurfti áleiðis til bæjarbúa.


Ýmsar pælingar hafa verið hér hjá okkur og höfum við þurft að þreifa okkur áfram hvað væri að virka og hvað ekki. Til dæmis ákváðum við að prófa að vera með hátíðarblað sem var þá í stærðinni A4. Þetta blað kom út í byrjun júní og var hátíðar-sjómannadagsblað sem kom mjög vel út. Við fengum þó nokkrar ábendingar um að fólki finndist þetta of stórt.


Í september gerðum við þó töluverðar breytingar. Við breytum stærðinni á blaðinu og er það nú á milli A5 og A4 eða (17×24 cm) og var það 28. tölublaðið okkar sem kom út í nýrri stærð. Á sama tíma tókum við vefinn okkar vel í gegn og erum við nú með helstu fréttir af Eyjunni okkar, upplýsingar og viðburði.
Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa aðstoðað okkur við að koma þessu á laggirnar. Að sjálfsögðu fjölskyldunni sem hafa verið ómetanleg, Ómari Garðarssyni fyrir að vera okkur innan handar, hinum frábæru ljósmyndurum Eyjunnar: Tóa Vídó, Jóa Myndó, Gunnari Inga, Adda í London og öllum þeim sem hafa leyft okkur að birta myndir eftir sig.


Við finnum fyrir miklum meðbyr og erum þakklátar bæjarbúum fyrir þessar frábæru viðtökur á blaðinu okkar og ekki síst vefnum.

Við viljum því þakka kærlega fyrir okkur og óska öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs og kærleiksríks komandi árs.


Nýárskveðja,
Lind & Kata Laufey

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search