Gleðilegt golfsumar

Tígull heyrði í Sigursveini Þórðarsyni formanni Golfklúbbar Vestmannaeyja og spurði út í golfsumarið.

Hvað verða mörg mót í sumar ?

Við reynum að hafa mót um hverja helgi frá miðjum maí og út september.  Eins og staðan er núna eru 15 mót á vegum GV verið sett niður en það má búast við að þau verði fleiri.  Síðan eru boðsmót á vegum fyrirtækja, þannig að líklega verða mótin á þriðja tug. 

Eru þau öll komin með dagsetningu?

Það er verið að leggja lokahönd á mótaskránna. Hún er nú yfirleitt tilbúin á þessum tíma en vegna þeirra óvissu sem hefur verið í samfélaginu vegna Covid-19 höfum við ekki viljað gefa hana út, þar sem óljóst var hvenær við gætum byrjað.

Hvenær er áætlað að fyrsta mót sumarsins verði og hvaða mót er það ?

Stefnt er að fyrsta mótinu laugardaginn 16.maí og verður það opið mót á vegum klúbbsins. Nánari upplýsingar um það verða sendar út þegar nær dregur.

Er búið að aflýsa einhverjum mótum sem eru venjulega hjá ykkur ?

Nei, engum mótum hefur verið aflýst.

Hvað eru margir skráðir í GV í dag og hvert er hlutfall á milli karla og kvenna?

GV er með rétt rúmlega 400 félaga skráða í klúbbinn og hefur hlutfall kvenna verið að aukast hægt að bítandi undanfarin ár og nú eru um 20% félaga konur. Við erum þó enn undir landsmeðaltali í þeim efnum en miðað við þann áhuga og það öfluga starf sem Karl Haraldsson golfkennari hefur verið með í kennslu má búast við að það bætist eitthvað í hópinn hjá okkur í sumar.

Eru einhver sérstök kvennamót eða sérstök karlamót ?

Kvennadeildin hefur verið að eflast mikið undanfarin ár og sýnist mér engin breyting ætla að vera á því í ár, frekar bætt í ef eitthvað er. Við höfum hinsvegar ekki verið með sérstök kvenna eða karlamót á vegum GV.  Það eru allir velkomnir í mót hjá okkur og vil ég nota tækifærið hér og hvetja félaga til að vera duglega að mæta í mótin hjá okkur í sumar og efla þannig starfið inn í klúbbnum.

Hvað kostar árgjaldið, byrjendur og lengra komnir ?

Árgjald er 85.000.  Veittur er 30% afsláttur til eldri borgara og nýliða, þannig að gjald þessara hópa er 59.500.- Síðan eru önnur gjöld fyrir börn og unglinga og veitir Elsa Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri nánari upplýsingar um það.

Hvað kostar að spila einn hring ?

Fullt vallargjald er 9.000 krónur en GSÍ gjald er 6.000. 

Að lokum:

Völlurinn kemur sérstaklega vel undan vetri núna og er komin mikil tilhlökkun í kylfinga að keyra golfsumarið í gang. Ég vil þó minna á þær reglur sem eru í gangi vegna Covid-19 og brýni fyrir kylfingum að fara í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum sem í gangi eru.

Gleðilegt golfsumar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search