Þriðjudagur 26. september 2023

Gleðidagur á Hraunbúðum

Síðastliðið sumar tók Vestmannaeyjabær í notkun 5 þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Eyjahrauni 1, í dag voru íbúðirnar formlega vígða með smá athöfn.

Þetta fyrirkomulag á búsetuformi hefur ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ, svo þetta er allt saman í þróun. Með tímanum verða teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af verður ein íbúð tekin til notkunar fyrri hluta næsta árs segir Íris Róbersdóttir.

Þjónustuíbúðirnar eru hugsaðar sem millistig á milli þess að einstaklingar treysta sér ekki til að búa lengur heima en eru ekki orðnir í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými.  Millistig sem vantaði inní þjónustuna hjá okkur hér í Vestmannaeyjum.

Setustofan var „mubluð“ fyrir nafnlaust gjafafé og aðstoðaði Sara Dögg Guðjónsdóttir við val á innanstokksmunum.

Til gaman má get þess að í vígslunni voru tvö afmælisbörn, V. Ágústa 82 ára og Helga Jóhanna 35 ára.

Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í öldrunarmálum og Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs afhentu nýjum íbúunum blóm frá Vestmanneyjabæ.

Innifalið í þjónustupakka tengdum íbúðunum er eftirfarandi sem íbúar greiða fyrir:

Öryggiskerfi með möguleikum á fullkomnum skynjurum ofl, þjónusta t.d. þvottar og þrif, innlit og eftirlit, sami starfsmaður í húsi fyrir hádegi alla virka daga, innlit seinni part.   Fylgd með einstaklingi yfir á Hraunbúðir og tilbaka ef þörf er á. Möguleiki á dagþjónustu alla virka daga á Hraunbúðum s.s tómstundastarf, leikfimi. Matur alla virka daga val um að borða á Hraunbúðum eða fá sendan mat heim. Heimsendur matur um helgar.

Tígull fékk að kikja í heimsókn til hans Jörgens, þetta eru alveg ljómandi fallegar íbúðir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is